Laufey Sigurðardóttir

Laufey.jpg

Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og stundaði síðan framhaldsnám hjá prófessor G. Neikrug í Boston, sömuleiðis í Evrópu, meðal annars á Ítalíu og hjá A. Grumiaux í Belgíu. Hún hefur verið fastráðin hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1980 og var kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík í þrjátíu ár. Laufey hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Íslensku hljómsveitinni og Oslo Sinfonietta. Einnig hefur hún haldið sjálfstæða tónleika víða um land, sem og erlendis, leikið kammertónlist og um árabil tekið þátt í verkefninu Tónlist fyrir alla ásamt Páli Eyjólfssyni gítarleikara. Laufey hefur frumflutt fjölda verka sem voru sérstaklega samin fyrir hana og spilað inn á geisladiska. Hún hefur frá upphafi skipulagt tónlistarhátíðina „Músík í Mývatnssveit“ sem var fyrst haldin 1998 og frá árinu 1997 hefur hún haft umsjón með árlegum Mozart-tónleikum á vegum Reykjavíkurborgar.