Hátíðin 2023
Í dymbilviku 2023 var lögð áhersla á jazz og dægurtónlist en hefðbundin klassísk tónlist skipaði einnig sinn sjálfsagða sess.
Í Skjólbrekku á skírdag þann 6.apríl kl.20 voru fluttar útsetningar Þórðar Magnússonar á þekktum íslenskum sönglögum. Einnig var flutt píanótríó eftir Grieg og dúó fyrir selló og kontrabassa eftir Rossini.
Á föstudaginn langa 7.apríl kl. 20 í Reykjahlíðarkirkju hljómaði fjölbreytt tónlist sem hæfði deginum og kirkjunni.
Tónlistarflytjendur á hátíðinni 2023 voru Marína Ósk Þórólfsdóttir jazzsöngkona, ítalski píanóleikarinn Domenico Codispoti, Bryndís Halla Gylfadóttir selló, Hávarður Tryggvason kontrabassi og Laufey Sigurðardóttir fiðla.
Þau þrjú síðast nefndu eru öll fastráðnir hljóðfæraleikarar við Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Marína Ósk Þórólfsdóttir
Laufey Sigurðardóttir
Bryndís Halla Gylfadóttir
Hávarður Tryggvason
Domenico Codispoti