Hátíðin 2022
Tónlistarhátíðin Músík í Mývatnssveit 2022 var haldin í dymbilviku.
Á skírdag 14.apríl kl. 20 í Skjólbrekku, var flutt píanótríó opus 70 nr 1, Draugatríóið, eftir Beethoven ásamt sönglögum og óperuaríum.
Á föstudaginn langa 15.apríl kl. 21 í Reykjahlíðarkirkju, voru fluttar ýmsar perlur tónbókmenntanna; þar á meðal sónata fyrir píanó og fiðlu eftir Mozart, kaflar úr einleikssvítum fyrir selló eftir J.S.Bach og úrval af sönglögum.
Flytjendur voru Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Laetitia Grimaldi sópran, Ammiel Bushakevitz píanó, Laufey Sigurðardóttir fiðla og Bryndís Halla Gylfadóttir selló.
SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR
LAETITIA GRIMALDI
LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR
AMMIEL BUSHAKEVITZ
BRYNDÍS HALLA GYLFADÓTTIR