Hátíðin 2024

Í dymbilviku 2024 tók fjöldi norðlenskra listamanna þátt.  Flutt var fjölbreytt tónlist; sígild tónlist, hefðbundin kórtónlist og sprúðlandi klezmer-tónlist.

Í Skjólbrekku á skírdag þann 28. mars flutti Tríó Sírajón eitt af stórvirkjum kammerbókmenntanna tríó eftir Béla Bartók  og leikhústónlist eftir Hjálmar H. Ragnarsson sem umskrifaði tónlistina sérstaklega fyrir tríóið. Fimmtíu manna kór,  Sálubót, úr Þingeyjarsveit, söng. Tjáningarfull og fjörug klezmer-tónlist heyrðist í flutningi hljóðfæraleikaranna.

Á föstudaginn langa 29.mars í Reykjahlíðarkirkju, var sett saman heilstæð dagskrá með tilvísun í hefðir dagsins, stað og stund.

Tónlistarflytjendur á hátíðinni voru:

Tríó Sírajón skipað þeim Laufeyju Sigurðardóttir fiðluleikara, Einari Jóhannessyni klarinettuleikara og Önnu Áslaugu Ragnarsdóttur píanóleikara
Jón Þorsteinn Reynisson harmonikkuleikari
Daníel Þorsteinsson píanóleikari
Sönghópurinn Sálubót ásamt stjórnanda Guðlaugi Viktorssyni