Hátíðin 2025

Á næstu páskum er gaman að geta þess að á meðal flytjenda eru þrír tónlistarmenn sem njóta alþjóðlegrar hylli. Fyrst skal nefna sópransöngkonuna Laetitia Grimaldi, sem nýtur mikillar velgengni í óperuheiminum sem og fyrir ljóðasöng.  Þá er það sérstakur fengur að Ammiel Bushakevitz sem er meðal eftirsóttustu píanóleikara í heiminum í dag leggur hátíðinni lið. Á dögunum var Ammiel útnefndur sem heiðurslistamaður Steinway fyrirtækisins sem er viðurkenning sem fáum hljóðfæraleikurnum hlotnast. Síðast en ekki síst mætir Kristinn Sigmundsson bassasöngvari sem óþarft er að kynna en hann er virkur sem aldrei fyrr eftir langan og farsælan söngferil.   Að auki mun Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari sem einnig er stjórnandi verkefnisins koma fram.